Ljósmyndir 2025
Frá ferð okkar á Iðnaðarsýninguna í boði 3D VERK. Myndir: SVG
Frá golfmóti karla 2025 sem haldið var á Vatnsleysustrandarvelli 11. september 2025.
Frá vinstri: Steindór Vilhelm, Helgi Már, Sigurjón,Jón Bjarni, Kristján og Ægir
15. ágúst. Þeir Halli (Hallgrímur Guðmundsson) og Siggi (Sigurður Indriðason) tóku að sér að smíða nýjar eikarhurðir í Ford 1925 módelið sem er 100 ára núna. Hér má sjá nokkrar myndir af þeim félögum við smíðarnar og Fordinn með nýjum hurðum. Myndir Halli og SVG
17. júní voru karlar með opið hús og sýndu afrakstur af starfinu. Það mátti sjá frábært handverk og mjög flott listaverk.Myndir SVG.
Þessar myndir tók Skúli Þór Magnússon á sýningunni 17. júní
10. apríl Jón Bjarni formaður afhendir Helga Má Karlabikarinn í golfi , en þetta var síðbúin afhending. Myndir: SVG
8. apríl. í dag lauk seinna tálgunarnámskeiði karla og var Bjarni þór leiðbeinandi. Þetta var skemmtilegt og gagnlegt námskeið, takk Bjarni. Myndir: SVG
31. mars. Í dag lauk fyrra tálgunarnámskeiði karla og var Bjarni þór leiðbeinandi og verður einnig á því næsta sem hefst á morgun 1. apríl og er ekki gabb. Í lokin bauð Jói upp á vöflur með sultu og rjóma. Myndir SVG
31. mars. Undirritaður var staddur í Stavanger Noregi svo sem oft áður, og kom ég að sjálfsögðu við í dótabúðinni minni og má sjá nokkrar myndir þaðan. SVG
31. mars. Nokkrir nýlegir smíðiðgripir. Myndir SVG
3.janúar 2025. Félagi okkar Halldór Jón Hjaltason fyrrverandi umsjónarmaður fasteigna í Hörpu bauð okkur körlum að skoða húsið og fór hann og Jón sem er tekinn við af Halldóri með okkur svokallaðan tæknihring. Þetta var fróðlegt og skemmtilegt, takk fyrir félagar. Myndir: SVG