Undirritaður var staddur í Vestmannaeyjum 15. maí ásamt golffélögum og notuðum við tækifærið til þess að heimsækja Karla í skúrum Vestmannaeyjum, en þeir eru að koma sér fyrir í kjallara elliheimilisins.
Þeir Óskar, Ingimar og Sigmar tóku á móti okkur og sýndu okkur aðstæður. Þeir ætla að hefja formlega starfsemi með haustinu. Steindór Vilhelm Guðjónsson
Þeir Óskar, Ingimar og Sigmar tóku á móti okkur og sýndu okkur aðstæður. Þeir ætla að hefja formlega starfsemi með haustinu. Steindór Vilhelm Guðjónsson
1. til 3. apríl var Sævar Karl með enn eitt listmálaranámskeiðið fyrir okkur karla og voru menn hæstánægðir með það. Bestu þakkir Sævar Karl. Myndir: SVG
Eigendur Gastec þeir Þráinn og Hnikarr gáfu okkur körlum umtalsvert magn af sandpappír og færðum við þeim salatskálar sem þakklætisvott. Myndir SVG
Alexander er óstöðvandi í skipasmíðinni. Myndir SVG
Frá félagsfundi 5. mars. Guðjó Snær Steindórsson kom í heimsókn og sagði frá skútusiglingum sínum við Grænland og Grikkland. Myndir SVG
15. febrúar 2024 var skiptibókavitinn afhentur bókasafni Hafnarfjarðar í anddyri Ásvallarlaugar þar sem þessar ungu stúlkur byrjuðu að raða bókum í vitann. Vitinn stendur á hjólum og er því færanlegur. Myndir SVG
1. febrúar. Skiptibókavitinn er að verða tilbúinn. Hér eru Jói, Halli og Helgi að störfum við vitann. Myndir SVG
26. janúar kl.10 fengum við góða og skemmtilega gesti frá Vestmannaeyjum. Þetta eru Óskar Pétur til vinstri og Sigmar Pétursson til hægri. Þeir voru að kynna sér starfsemi okkar karla í skúrum Hafnarfirði og stefna þeir að því að hefja svipaða starfsemi í Vestmannaeyjum og óskum við þeim góðs gengis. Mynd SVG
Janúar 2024 Fyrri hluti trérenninámskeiðs. Leiðbeinendur voru Trausti Óskarsson og Steindór Guðjónsson. Myndir af þátttakendum og nokkrum hlutum sem voru renndir. Myndir SVG